fbpx

BUGGYFERÐIR

BUGGYFERÐIR

KOMIÐ Í BUGGYFERÐIR OG SKEMMTIÐ YKKUR BETUR EN ÞIÐ HAFIÐ NOKKURN TÍMANN GERT!

Spennið beltin og dembið ykkur út í taumlausa gleði, þar sem við förum með ykkur í skemmtilegar buggyferðir í bakgarðinum okkar. Við hellum okkur beint í hasarinn og leiðum ykkur um hóla og hæðir, í gegn um polla og læki, jafnvel snjó og klaka.

Buggy bíllinn er hið fullkomna leiktæki í stórkostlegri náttúrunni, rétt fyrir utan Reykjavík og við munum gera ferð fyrir ykkur sem þið munið aldrei gleyma!

Ef þið viljið svo fá ykkur eitthvað gott að borða og nokkra kalda með, þá getum við græjað grill fyrir minni og stærri hópa. Við fáum algjöra meistara á staðinn sem elda ofan í ykkur krásirnar og svo er hægt að skála í góðum drykk í lok ferðar!

Hópefli

Er kominn tími til að hrista starfsmannahópinn aðeins saman með smá hópefli? Árshátíð eða óvissuferð í kortunum? Eða tími til kominn til að verðlauna starfsfólkið fyrir að standa sig frábærlega?
Þá eru buggyferðir algjörlega málið!

vinahopurinn

Vinahópurinn

Stundum þarf vinahópurinn bara að fara út að leika, sulla aðeins í pollum og leika sér í drullunni.
Það er engin betri leið til að upplifa þetta geggjaða landslag í kring um Reykjavík heldur en að skella sér í buggyferð!

Steggjun / Gæsun

Er einhver í vinahópnum að fara að gifta sig?
Þá er að sjálfsögðu skylda að steggja og gæsa!
Við fléttum æðislega afþreyingu inn í daginn fyrir ykkur og tryllum lýðinn í buggy!

bara

Eða bara-af-því-bara

Það má líka alveg koma í buggy bara af því það er ógeðslega gaman!
Gríptu pabba og mömmu, systur, bræður, afa og ömmu, frænkur og frændur með þér. Þetta er eitthvað sem hentar fyrir alla fjölskylduna!
Svo er buggyferð miklu betri afmælisgjöf eða jólagjöf fyrir kæró heldur en eitthvað keypt úti í búð!

HAFÐU SAMBAND

HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR
MEÐ ÞVÍ AÐ: